Við hjá 1984 viljum veita þér afnot af nafnaþjónum okkar í gegnum aðgengilegt og þægilegt vefviðmót sem við höfum forritað og sett upp í þessum tilgangi.

Við viljum veita þér þessa þjónustu ókeypis og án skuldbindinga. Þú skráir þig sem notanda á heimasíðu 1984 ehf og setur svo upp þau lén sem þig lystir í nafnaþjóna 1984. Þau mega vera eins mörg og þér sýnist og þú hefur fulla stjórn á hverju því léni sem þú skráir með FreeDNS þjónustu 1984 ehf.
Allt ókeypis og frjálst.

Þetta þýðir, að þú getur vistað hinar eiginlegu vefsíður hjá hvaða hýsingaraðila sem er, en haft nafnaþjónsfærslur hjá 1984 endurgjaldslaust með því að nota FreeDNS. Þú þarft ekki að kaupa nokkra þjónustu af 1984 ehf til að fá að nota FreeDNS.

HINS VEGAR viljum við vekja athygli þína á, að við fjármögnum ókeypis þjónustu, eins og FreeDNS, með því að selja hefðbundna hýsingu.

Við erum stolt af því að veita fyrsta flokks hýsingarþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við hýsum bæði vefsíður og tölvupóst og leggjum okkur öll fram að standast ítrustu öryggis- og gæðakröfur.

Við yrðum þér þakklát ef þú myndir beina viðskiptum þínum til 1984 ehf. Við hvetjum þig til að gera verð- og gæðasamanburð á þjónustu 1984 ehf og annarra sem bjóða hýsingarþjónustu á Íslandi. Við vitum að við komum betur en aðrir út úr slíkum samanburði.

Frí DNS möguleikar

Fáanlegt
A færslur
AAAA færslur
CAA færslur
CNAME færslur
MX færslur
SRV færslur
TXT færslur
SSHFP færslur
DNSSEC
TLSA færslur
Áframsending veffyrirspurna
Dynamic DNS
On the forever growing todo list
PTR/Reverse Wanted/Desired
API fyrir Let's encrypt auðkenningu Wanted/Desired